Meðlimir Konditorsamband Íslands áberandi á Debic námskeiði

Fagtímaritið Candis
Konditorsamband Íslands gefur eintak af Candis fagblaðinu
12.12.2012
Valrhona Súkkulaði
Ekran og Valrhona stofna félag/klúbb á Íslandi
27.05.2013
Sýna allt

Meðlimir Konditorsamband Íslands áberandi á Debic námskeiði

Miðvikudaginn 13. mars síðastliðinn var haldið afar glæsilegt námskeið á vegum  belgíska fyrirtækisins Debic. Námskeiðið fór fram í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi og var á vegum Iðunnar fræðsluseturs, Ekrunnar og Innbaks. Kennari á námskeiðinu var hinn frábæri belgíski konditor Bruno van Vaerenbergh.

Þátttakendur voru 18 fagmenn og voru konditorar frá Konditorsambandi Íslands mjög framarlega á námskeiðinu.

Námskeiðið hófst klukkan 10:00 um morguninn og var tvískipt. Fyrri hlutinn var í formi sýnikennslu og fór fram í sýningastofunni. Lagaði Bruno fjóra mismunandi tertur og eftirrétti, ásamt því að miðla úr vikubrunni sínum. En eftir hádegi var haldið í kökugerðina þar sem hópnum var skipt upp og löguðu allir hópanir mismunandi uppskriftina hver. Stóð námskeiðið til klukkan 16:00 og var í alla staði til mikils sóma.

Skoða myndir frá námskeiðinu með því að smella hér en ljósmyndir tók Haraldur Guðjónsson.

Facebook síða Bruno.

Heimasíða Debic.