Mikill fjöldi íslenskra bakara og konditora á IBA 2012 sýningunni

Björn Björnsson, konditormeistari
Viðtal – Björn Björnsson konditormeistara
27.09.2012
Sigurður Már Guðjónsson
Íslenskur konditor heiðraður
14.10.2012
Sýna allt

Mikill fjöldi íslenskra bakara og konditora á IBA 2012 sýningunni

IBA 2012 sýningin

Dagana 16. – 21. september 2012 var stórsýningin IBA haldin í München. IBA 2012( Internationale BäckereiAusstellung ) er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Þar koma saman öll helstu fyrirtækin í heiminum í dag sem eru að bjóða bökurum og konditorum vörur sína og þjónustu.

Sýningin var fyrst haldin árið 1949 og er haldin þriðja hvert ár.IBA mun framvegis eingöngu verða haldin í München. Að þessu sinni voru 1250 sýnendur og rúmir 70.000 þúsund gestir hvaðan æfan úr heiminum. Sýningin hefur aldrei verið stærri en í ár, var hún haldin í 12 sýningarhöllum samtals 132.000 þúsund fermetrum.

Mikill fjöldi íslenskra bakara og konditora var á sýningunni, en engin skipulögð hópferð var í gangi, og flestir því á eigin vegum. Ekki hefur verið farin hópferð á IBA á vegum LABAK síðan sýningin var haldin í München fyrir sex árum síðan. Ótrúlega alþjóðlegur bragur svífur yfir vötnum og voru gestir frá 177 löndum á sýningunni sem er 12% aukning frá sýningunni árið 2009.

Í höll B3 iðaði allt af lífi, var sú höll frábrugðin öðrum höllum því þar voru þýsku fagfélögin með sína sýningarbása. Í höll B3 var líka heimsmeistarakeppnin í bakstri og konditori.
Dagana 17 til 19. september kepptu 24 bakarar frá 12 löndum til úrslita. Dagana 20 og 21. september kepptu konditorar til úrslita. Auk þess voru margar litlar keppnir og voru Þjóðverjar meðal annars valdir bestu brauðbakarar heims.

Niðurstöður fagkeppnana voru eftirfarandi:

Bakarar:
1. sæti Frakkland
2. sæti Lúxemborg
3. sæti Hollland

Konditorar:
1. sæti Suður Kórea
2. sæti Taívan
3. sæti Þýskaland

Smellið hér til að skoða myndir frá sýningunni.

Áhugaverðir tenglar:

Myndir og texti: Sigurður Már Guðjónsson