Önnu Konditorí sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar

Kaffi
Ítarleg umfjöllun um kaffihúsamenninguna í Vínarborg
23.02.2017
Skúbb
Konditormeistarar opna ísbúð
28.04.2017

Önnu Konditorí sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar

Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar

Önnu Konditorí hefur sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar, sem hefur getið sér gott orð fyrir gómsætar snittur.  Lárus er matreiðslumeistari að mennt en hann hefur rekið veisluþjónustuna í nær 30 ár við góðan orðstír.  Lárus varð sjötugur í fyrra og gerir ráð fyrir að fara að rifa seglin.

Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar

Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er staðsett á annari hæð við Nýbílaveg 32 í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti

Önnu Konditorí var staðsett að Lyngási 18 Garðabæ, en hefur flutt alla starfsemina við Nýbílaveg 32 Kópavogi þar sem veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er til húsa.

Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar

Úrvalið kemur til með að aukast hjá Önnu Konditori, ásamt því að bjóða upp á marsípantertur, brauðtertur, kransakökur ofl. þá verður hægt að panta bæði snittur og kokteilsnittur að hætti Lárusar frá Önnu.
Mynd: onnukonditori.is