Vegna fréttar á freisting.is um ólöglega notkun nafninu konditori

Konditorsamband Íslands - Logo
Bakarí á Íslandi nota orðið Konditor of frjálslega | … óheimilt samkvæmt lögum
24.06.2013
Barnaspítali Hringsins
Konditorsamband Íslands lét gott af sér leiða
17.12.2013
Sýna allt

Vegna fréttar á freisting.is um ólöglega notkun nafninu konditori

Konditorsamband Íslands  hefur ákveðið að ráðast í gerð gluggamiða, vegna fréttar á freisting.is mánudaginn 24. júní 2013. Frétt freistingar fjallaði um ólöglega notkun margra bakaría á konditori nafninu. Miðinn er auðþekkjanlegur rauður að lit með merki sambandsins og hvítum stöfum sem á stendur „Hér starfar konditor“ Hafa þau fyrirtæki sem eiga félagsmenn í konditorsambandinu nú þegar sett þessa límmiða í glugga verslanna sinna.

Eitt af frumskilyrðum fyrir inngöngu í konditorsambandið er, að meðlimir framvísi konditor sveinsbréfi eða meistarabréfi í kökugerð. Er afrit af bréfum þessum geymt hjá ritara sambandsins. Með þessu getum við ábyrgst að allir þeir sem eru meðlimir í konditorsambandi íslands eru fagmenntaðir.

Rétt er að benda á þann lagaramma sem er um iðngreinarnar, og við öll eigum að virða:

Úrdráttur úr iðnaðarlögunum nr. 42/1978

2. gr. Enginn má reka iðnað í atvinnuskyni á Íslandi eða í íslenskri landhelgi, nema hann hafi til þess fengið leyfi lögum þessum samkvæmt.
8. gr. [Iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar hafa verið í reglugerð1) iðnaðarráðherra, skulu ávallt reknar undir forstöðu meistara.
-Meistari skal bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel af hendi leyst.
-Rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafa meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni.
9. gr. Rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein hafa þeir einir, er hafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni.
10.gr Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka þá iðngrein, er meistarabréf hans tekur til.
15. gr. Það varðar sektum:
3. Ef maður rekur löggilta iðngrein, án þess að hafa meistara til forstöðu.
4. Ef maður kennir sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein, án þess að hafa rétt til þess samkvæmt 9. gr.